Kynna röddina á bakvið Neon

Vanille Velasquez talsetur fyrir útsendarann Neon í Valorant.
Vanille Velasquez talsetur fyrir útsendarann Neon í Valorant. Skjáskot/YouTube/Riot Games

Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games bætti við nýjum útsendara, Neon,  í tölvuleiknum Valorant með nýjustu uppfærslunni sinni þar sem fjórði þáttur leiksins var kynntur til leiks.

Fyrirtækið er þekkt fyrir að gera mikið af myndbandsefni í kringum leikina sína sem og keppnissenuna og hefur það nú gefið út sérstakt myndband þar sem að röddin á bakvið Neon er kynnt fyrir áhorfendum.

Brotið blað í landkynningu

Röddina hennar Neon leikur Vanille Velasquez, er 23 ára gömul kona frá Filippseyjum og er hún mjög spennt yfir því að leikurinn gefi út filippseyska persónu og telur hún að með þessu er brotið blað í landkynningu Filippseyja.

Finnur Velasquez einnig fyrir pressu vegna þess að Neon er fyrsta filippseyska persónan í leiknum og ber hún því ákveðna ábyrgð á því hvernig Filippseyjar og filippseysk menning kemur fram í leiknum.

Hér að neðan má horfa á myndbandið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert