Fagna ári tígrisdýrsins með útsölu

Skjáskot/Twitter/Xbox

Xbox fagnar nýju tunglári, ári tígrisdýrins, með vænlegri útsölu, tunglárs útsölunni, og verða stórir og vinsælir tölvuleikir á allt að 80% útsölu.

Útsalan hófst í gær og er reiknað með að hún standi fram yfir fyrstu vikuna í febrúar. 

Tölvuleikir á borð við FIFA 22, Grand Theft Auto: The Trilogy Definitive Edition og Red Dead Redemption 2 verða á útsölu. Einnig verða tölvuleikirnir Doom Eternal, Skyrim og Assassin’s Creed Valhalla Deluxe Edition ásamt Call of Duty: Vanguard á útsölu.

Nánari upplýsingar um útsöluna og leikjaúrvalið má finna í gegnum þennnan hlekk.

mbl.is