Þriðja tímabil Warzone og Vanguard hafið

Call of Duty: Vanguard.
Call of Duty: Vanguard. Grafík/Activision Blizzard

Þriðja tímabil tölvuleikjanna Vanguard og Warzone úr Call of Duty-leikjaröðinni er hafið, þriðja tímabil Warzone fór í loftið í dag en Vanguard í gær.

Með þriðja tímabilinu fá leikmenn mikið af nýju efni, meðal annars víxlverkefni sem snýr að risavöxnu górillan King Kong og risaeðlunni Godzilla.

Sérstakir Godzilla- og King Kong-búningar fylgja víxlverkefninu fyrir leikmenn að máta og svo mun Monarch-aðgerðin fara af stað þann 11. maí.

Birtu allar upplýsingar

Teymin á bakvið Warzone og Vanguard í Call of Duty-leikjaröðinni hafa nú þegar gefið upp hvers má vænta af þriðja tímabilinu.

Fjöldinn allur af vopnum og útsendurum koma með þriðja tímabilinu, einnig fara af stað viðburðir innanleikjar, ný kort ásamt nýjum eiginleikum við leikspilun. Ný verðlaunakerfi, áskoranir og verðlaun fylgja einnig þriðja tímabilinu.

Með því að fylgja þessum hlekk má lesa nánar um þriðja tímabil Warzone, en þessi hlekkur leiðir þig að upplýsingum um þriðja tímabil Vanguard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert