Drungaleg tilkynning frá Sims

Netverjar velta fyrir sér hvað ný opnunarmynd á opinberu Facebook-síðu …
Netverjar velta fyrir sér hvað ný opnunarmynd á opinberu Facebook-síðu Sims-leikjaröðinnar gæti þýtt. Grafík/Electronic Arts

Tölvuleikjaröðin The Sims hóf göngu sína fyrir 22 árum síðan og er enn í fullu fjöri. Aukapakkar eru gefnir út hægri vinstri fyrir The Sims 4 en þróunaraðilar á bakvið leikinn birtu dularfulla tilkynningu á Twitter í gær.

Í gær birtu þróunaraðilar stríðnisfærslu á opinbera Twitter-aðgangi leiksins, í færslunni segir ekkert nema „sjáumst á morgun“ ásamt veifandi broskarli með meðfylgjandi myndbandi af grænum „simstígul“.

Drungi yfir næstu aukapökkum

Á sama tíma og færslan á Twitter var birt þá var einnig skipt um opnunarmynd á opinberu Facebook-síðu leiksins sem gaf upp litla vísbendingu um hvers má vænta. Opnunarmyndin er dökkfjólublá með mynd af simstígli fyrir ofan texta sem segir „ljósin slökkt á þessu tímabili“ eða „this season it's lights out“.

Í dag birti svo The Sims myndband á Facebook-síðu sinni sem skýrir aðeins nánar frá þessu. En þar kemur fram að þrír aukapakkar, einn leikjapakki og tveir efnispakkar, munu koma út í maí og í júní.

„Fjörið byrjar byrjar þegar sólin sest, svo fangaðu nóttina þetta tímabilið,“ segir undir myndbandinu sem birtist í dag.

Myndbandið sýnir frá nokkrum stiklum í sjónvarpi, en truflanir eru á milli stikla ásamt drungalegu yfirbragði. Hér að neðan má horfa á umrætt myndband.mbl.is