Aftur í frumskóginn í dag

Treyarch kemur Call of Duty-leikmönnum aftur fyrir í frumskóginum með …
Treyarch kemur Call of Duty-leikmönnum aftur fyrir í frumskóginum með nýju korti í Black Ops Cold War. Skjáskot/Treyarch

Call of Duty-leikmenn flykkjast inn í frumskóginn á ný þar sem að tólf ára gamalt frumskógakort úr Black Ops er spilanlegt í Black Ops Cold War frá og með deginum í dag.

Framleiðsluverið Treyarch hafði áður tilkynnt um komu kortsins í Black Ops Cold War en var uppfært með tísti í gær sem sagði kortið spilanlegt frá og með deginum í dag, 6. maí. Með kortinu fylgir einnig spilunarlisti af blönduðum leikjahömum.

Meira á leiðinni

Þó að tístið minnist aðeins á komu Jungle, kortsins, þá hafði Treyarch líka tilkynnt um tvö ný vopn fyrr í apríl.

Annað vopnið myndi vera skotvopn en hitt til brúkunar í návígí, og gætu leikmenn opnað fyrir notkun þeirra í fjölspilunarhömum, Zombies og Warzone.

Efni Treyarchs fyrir seinna árið sitt virðist vera að detta inn, svo líkur eru á að bæði vopnin munu koma seinna. Þar að auki var nýja efnið í Zombies innleitt fyrir seinna ár Black Ops Cold War. 

Collapse-hamurinn kom í Zombies Outbreak ásamt fleiri tegundum af óvinum og einhverjum lagfæringum. Treyarch bætti meira að segja ofur-páskaeggi fyrir leikmenn, en þá gátu þeir fundið eggið og opnað á fleiri verðlaun fyrir söguþráðs-verkefni.

Stemning í öðrum leikjum líka

Treyarch heldur því áfram að styðja við Black Ops Cold War á meðan Vanguard er á þriðja tímabili sínu og Warzone. 

Call of Duty Season 3: Classified Arms færir leikmönnum ný vopn og fjölspilunarkort á meðan Warzone fær þemabundinn viðburð í tengslum við Godzilla og King Kong.

mbl.is
Loka