Hugsanlega úr tveimur í fjóra

Gotham Knights.
Gotham Knights. Grafík/Warner Bros Interactive

Væntanlegi hasar- og ævintýraleikurinn Gotham Knights, sem gerist í opnum heim, gæti hlotið breytingar á samvinnuhamnum.

Samvinnuhamurinnn bauð tveimur leikmönnum upp á að vinna saman innanleikjar en verður líklega aðgengilegur fyrir fjóra í staðinn, samkvæmt opinberu PlayStation-síðunni.

Von á frekari upplýsingum

Þó undarlegt megi virðast bauð leikurinn aðeins upp á tveggja-manna samvinnuham, þrátt fyrir að Batman-teymið samanstendur af fjórum persónum. Líkur eru á að Warner Bros. gæti hafa breytt hamnum þó að ekki sé hægt að útiloka villu frá PlayStation Store.

Hvort sem verður þá munu fleiri upplýsingar um leikinn berast von bráðar, þar sem að settur útgáfudagur er 25. október á þessu ári. Warner Bros. Interactive gætu líka sýnt meira frá leiknum á Geoff Keighley's Summer Game Fest þann 9. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert