Verður hægt að spila Xbox án Xbox-tölvu

Xbox leikjatölva.
Xbox leikjatölva. Ljósmynd/Unsplash

Microsoft hættir að bíða eftir kúnnum og færir þess í stað Xbox til þeirra, hvar sem þeir eru. Fyrirtækið stefnir á að gefa út streymisgræju sem mun gera fólki kleift að spila Xbox-leiki án þess að notast við leikjatölvu en VentureBeats greindi frá þessu.

Á næstu tólf mánuðunum ætlar Microsoft að gefa út einskonar „leikaskýja-streymisgræju“, sem VentureBeat líkti við við Amazon Fire TV eða Roku.

Græjan mun veita Xbox-spilurum aðgang að Game Pass-leikjasafninu í gegnum leikjaskýjið ásamt því að geta horft á kvikmyndir og myndaraðir.

Spilað í gegnum sjónvarpið

VentureBeat segir fyrirtækið einnig vera að vinna í forriti fyrir Samsung snjallsjónvörp sem veitir aðgang að leikjaskýjinu - án þess að kaupa leikjaskýja-streymisgræjuna.

Áætlað er að gefa forritið út einhvern tímann á næsta árinu.

Forritið og streymisgræjan stemma við langtímaáætlanir Microsoft um að auka aðgengi að Xbox-leikjum með því að fjarlægja hugsanlegar hindranir, eins og að kaupa Xbox-leikjatölvu fyrir tugi þúsunda króna.

„Við erum að vinna með alþjóðlegum sjónvarpsframleiðendum til þess að koma Game Pass-upplifuninni beint inn í nettengd sjónvörp, svo allt sem þú munt þurfa til að spila er fjarstýring,“ sagði Liz Hamren hjá Xbox á E2 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert