Netþjónar Blizzard undir árás

Tölvuþrjótar fylla netþjóna Blizzards af vélmennum og teppa með því …
Tölvuþrjótar fylla netþjóna Blizzards af vélmennum og teppa með því alla umferð. Netþjónar eru undir DDoS-árás. Ljósmynd/Unsplash/RoonZ nl

Tölvuleikjaspilarar sem spila leiki frá Blizzard, eins og World of Warcraft, Overwatch, Diablo og fleiri, gátu ekki spilað í dag eftir að netþjónar duttu niður í kjölfar DDoS-árásar.

Leikmenn víðsvegar um heiminnn hafa kvartað yfir því að komast ekki inn í leikina sína vegna vandamála á netþjónum. Vandamálið virðist því vera alþjóðlegt og er Blizzard meðvitað um það.

Vélmenni teppa umferð

Fyrirtækið tjáði sig um málið á Twitter, en þar útskýrir fyrirtækið að netþjónarnir hafi orðið fyrir DDoS-árás og eru þróunaraðilar að vinna í að leysa málið.

DDoS-árás er þegar að fjöldi vélmenna teppa umferð netþjóna og gera með því ómögulegt fyrir leikmenn að tengjast, sem veldur því að leikmenn komast ekki inn í leikina sína.

„Við erum að upplifa DDoS-árás, sem gæti orsakað langa biðtíma og sambandsleysi fyrir suma leikmenn. Við erum að vinna í leysa úr málinu núna,“ segir í tísti frá Blizzard.

mbl.is