Tilkynna um næsta Overwatch 2-viðburð

Overwatch 2.
Overwatch 2. Grafík/Activision Blizzard

Aðdáendur Overwatch bíða spenntir eftir væntanlegum framhaldsleik, Overwatch 2. Prufuspil eru hafin og var PvP-betaprufuspil í þann mund að klárast.

Enginn staðfestur útgáfudagur hefur verið gefinn upp, en hinsvegar tilkynnti Blizzard um næsta Overwatch 2-viðburð, þá opinbera kynningu af leiknum.

Persónulegt fyrir teymið

Fyrirtækið segir áhuga leikmanna fylla sig af auðmýkt og hvatningu með bloggfærslu sem einnig greindi frá næstu opinberri kynningu af leiknum, en hún fer fram þann 16. júní.

„Overwatch sem heimur, sem alheimur, er mjög persónulegur fyrir teymið; eitthvað sem við fáum að nýta tíma okkar, sköpunarþörf og ástríðu í,“ segir Aaron Keller, leikjastjóri.

„Það getur verið ógnvekjandi að setja fram eitthvað sem skiptir þig miklu máli svo að annað fólk sjái það. Sérstaklega þegar þú veist að það er óklárað og þú ert að biðja um raunverulega og gilda gagnrýni á það sem þú skapaðir.“

Prufuspilin mikilvæg fyrir leikinn

Keller heldur áfram og segir prufuspilin mikilvæg til þess að skapa betri leik, og að það séu leikmennirnir og samfélagið sem geri það mögulegt. 

„Prufuspil eru nauðsynleg ferlinu við að bæta Overwatch. Við getum ekki beðið eftir því að taka allt sem við höfum lært frá betaspilinu, og færa það yfir á leikinnn, og við erum svo spennt að koma því til ykkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert