Tvöföld reynslustig um helgina

Reynslustigagjöf er aukin um helgina í New World.
Reynslustigagjöf er aukin um helgina í New World. Grafík/Amazon Games

Síðasta helgin í XP Extravaganza í tölvuleiknum New World er hafin og vinna leikmenn sér inn fleiri reynslustig innanleikjar alla helgina.

XP Extravaganza byrjaði fyrr í mánuðinum og færði leikmönnum vikulega viðburði þar sem reynslustigagjöf var aukin til muna ásamt sérstökum helgarviðburðum.

Frá deginum í dag og fram á sunnudag fá leikmenn tvöföld reynslustig á öllum sviðum nema við föndur (e. crafting), en reynslustigagjöfin fyrir föndur var aukin um 1,25.

Nánar um Extravaganza-viðburð helgarinnar og fríðindin sem fylgja má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is