Þurfa að sanna sig eftir slæman árangur

Kaupmannahöfn tekur við átta liðum og mörg þúsund áhorfendum.
Kaupmannahöfn tekur við átta liðum og mörg þúsund áhorfendum. Ljósmynd/BLAST

Nú þegar líða tekur á árið eru síðustu viðburðir ársins að fara af stað og einn af þeim er Blast Premier Fall Finals.

Næstsíðasta Counter-Strike mótið á vegum Blast fer af stað næsta miðvikudag, 23. nóvember, og mun eiga sér stað í Kaupmannahöfn.

Stutt mót

Mótið er tiltölulega stutt, eða fjórir dagar, og munu undanúrslit og úrslitin sjálf eiga sér stað í Royal Arena fyrir framan 12-15 þúsund áhorfendur.

Mótið byrjar á riðlakeppni á miðvikudag þar sem liðin átta takast á í tvöfaldri útsláttarkeppni (e. double elimination).

Ef lið tapar tveimur viðureignum í riðlakeppninni dettur það úr leik. Þegar lið kemst upp úr riðlinum sínum leikur það í venjulegri útsláttarkeppni.

Dagskrá mótsins.
Dagskrá mótsins. Grafík/BLAST

Liðin á mótinu

Mörg liðin eru mætt til að sanna getu sína eftir lélega frammistöðu á stórmótinu í Brasilíu en liðin Ninjas in Pyjamas og OG áttu erfiða daga og voru bæði send snemma heim af mótinu.

Liðið Heroic verður á heimavelli í Kaupmannahöfn og margir telja þá sigurstranglega en hinsvegar eru önnur sterk lið að koma inn í keppnina eins og Natus Vincere og FaZe og munu þau ekki fara heim án þess að slá frá sér.

Ninjas in Pyjamas var spáð góðu gengi en töpuðu öllum …
Ninjas in Pyjamas var spáð góðu gengi en töpuðu öllum sínum leikjum í Brasilíu. Ljósmynd/HLTV

Keppnin fer af stað á miðvikudaginn klukkan níu að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með mótinu á twitch rás Blast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert