Lenti í útistöðum á skemmtistað og var kastað úr liðinu

k0nfig er tilbúinn að spila.
k0nfig er tilbúinn að spila. Ljósmynd/k0nfig

Fyrrum liðsmaður Astralis, Kristian „k0nfig“ Wienecke mun spila fyrir Heroic á komandi stórmóti í Counter-Strike. Þetta er stórt skref í endurkomu hans á hæsta keppnisstig í leiknum.

Kristian ferðaðist með fyrrum liði sínu, Astralis, til Möltu síðastliðinn september þar sem liðið var mætt til að keppa í ESL Pro League 16. Eitt kvöldið fór liðið saman til þess að fagna og skemmta sér og lenti Kristian þá í dyraverði sem var heldur ógnandi.

Hann hefur tjáð fjölmiðlum að dyravörðurinn hafi hent honum af skemmtistaðnum, hrækt í andlit hans og sparkað í hann er hann lá á jörðinni.

k0nfig hefur verið fjarri góðu gamni síðan í október.
k0nfig hefur verið fjarri góðu gamni síðan í október. Ljósmynd/PGL

Kristian fór síðar að dyraverðinum og lenti í útistöðum við hann á ný, en í þetta sinn voru brotin heldur alvarlegri þar sem Kristian fótbrotnaði og fékk spark í höfuðið. 

Kristian viðurkenndi á Twitter að það hefðu verið mistök að veitast að dyraverðinum í seinna skiptið og segir engum öðrum að kenna en sjálfum sér að hann sé í þessari stöðu sem hann er í. 

Án liðs

Eftir atvikið var samningi hans við Astralis rift og hefur Kristian verið án liðs síðan. Kristian hefur verið talinn einn af bestu Counter-Strike leikmönnum í dag.

Astralis hafa enn í dag ekki gefið upp ástæður brottrekstursins en Kristian segir það hafa komið honum virkilega á óvart, draumur hans var að vera hluti af liði sem styður við bak hans en ákvörðunin gerir það að verkum að erfitt er að finna sér nýtt lið. 

Ljósmynd/k0nfig

Tilbúinn að snúa aftur

Kristian hefur unnið í sjálfum sér, hann segist vera klár að byrja að spila aftur á hæsta keppnisstigi og þátttakan á stórmótinu í Dubai gæti verið fullkominn vettvangur til þess að snúa aftur.

Hann segir mörg lið hafa haft samband í von um að krækja sér í undirskrift sína en hann ætlar ekki að taka ákvörðun strax hvar hann mun spila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert