Leikarinn ósýnilegi kynntur til leiks

Leikarinn John Cena var kynntur til leiks í gær.
Leikarinn John Cena var kynntur til leiks í gær. Ljósmynd/Wrestlemania

Nýtt kynningarmyndband fyrir leikinn WWE 2K23 hefur litið dagsins ljós. Bardagaleikurinn kemur út í mars og er byrjuð að hitna umfjöllunin um leikinn.

Framleiðandi leiksins skrifaði undir samning við leikarann og glímukappann John Cena og fer hann mikinn í nýja kynningarmyndbandinu. 

Vandað til verka

Leikurinn mun fá góða yfirhalningu þar sem hreyfingar leikmanna verða bættar sem og leikjahamur þar sem spilari tekur yfir sem stjóri WWE stjörnu.

Ásamt því að kynna John Cena til leiks í gær kynnti leikurinn nýja leikmenn sem spilarar geta notað en það eru frægir glímukappar á borð við Batista, Kurt Angle, Dwayne „The Rock“ Johnson og The Undertaker.

John Cena sagði í viðtali að það væri unaður að fá að segja sögu sína í leiknum og kynna nýja spilara fyrir ferlinum sínum. Hann er í skýjunum með hlutverk sitt í leiknum.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is