Færri pantanir en reiknað var með

Playstation VR2 kemur á markað í vor.
Playstation VR2 kemur á markað í vor. Skjáskot/Playstation

Sýndarveruleikagleraugu eru á leiðinni á markað frá fyrirtækinu Sony en gleraugun virka með Playstation 5 leikjatölvunum. Forsala er hafin á gleraugunum en pantanir hafa ekki verið samkvæmt plönum Sony og hefur fyrirtækið því ákveðið að framleiða gleraugun í minna magni.

Playstation hefur í áraraðir selt leikjatölvurnar sínar til heimila um heiminn og Playstation 2 tölva þeirra á met yfir fjölda seldra leikjatölva.

Playstation 2 er mest selda leikjatölva í heimi.
Playstation 2 er mest selda leikjatölva í heimi. Skjáskot/Playstation

Playstation hefur ávallt reynt að vera fremstir í nýsköpun og nýjasta viðbótin, Playstation VR2 sýndarveruleikagleraugun, á að gera spilurum kleift að njóta leikja á nýjan hátt.

Árið 2016 komu út sýndarveruleikagleraugu frá Sony sem slógu í gegn og voru því miklar vonir bundnar við þennan nýja búnað. 

Færri eintök í framleiðslu

Samkvæmt heimildum voru áætlanir Sony að framleiða tvær milljónir eintaka af nýju sýndarveruleikagleraugunum en eftir að forsalan hófst er salan aðeins ein milljón eintaka. Einn stærsti þáttur í sölu gleraugnanna er verðlagið, en gleraugun kosta meira en leikjatölvan sjálf. 

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is