Endurupplifðu æskuminningar með nýrri heimasíðu

Leikurinn Counter-Strike 1.6 var gríðarlega vinsæll.
Leikurinn Counter-Strike 1.6 var gríðarlega vinsæll. Skjáskot/Steam

Margir hafa spilað Counter-Strike á einhverjum tímapunkti. Counter-Strike 1.6 kom upprunalega út sem viðbót við leikinn Half-Life en ári seinna keypti leikjaframleiðandinn Valve réttindin og hönnuði viðbótarinnar.

Árið 2000 kom út Counter-Strike 1.6 í þeirri mynd sem þekkist í dag. Margir spilarar segja 1.6 vera besta útgáfa af Counter-Strike sem gerð hefur verið en það er hægt að deila um það. 

Ný vefsíða gerir spilurum kleift að spila leikinn á netinu og gjaldfrjálst. Heimasíðan er rússneskt og ekki tengd Valve á neinn hátt en gagnrýnendur pcgamer.com keyrðu vefsíðuna í gegnum þrjá netvarnarskanna og kom ekki neitt í ljós sem gæti komið sér illa fyrir notendur síðunnar. 

Vefsíðan ber nafnið Play-CS.com og er hægt að velja um mismunandi vefþjóna í mismunandi löndum sem og leikhami sem voru í boði árið 2000. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is