Heimaliðin berjast fyrir sæti sínu í bráðabana

Bandaríska mótið IEM Dallas 2023 er farið af stað.
Bandaríska mótið IEM Dallas 2023 er farið af stað. Skjáskot/ESL

Í gær hófst bandaríska Counter-Strike-mótið IEM Dallas en bandarísku liðin áttu erfiðan dag.

Eitt af minni liðum mótsins, Nouns Esports, var að vonast eftir því að geta sýnt sig sem gott heimalið en eftir tvö töp í röð gegn G2 og Furia spila þeir ekki meir. Hin heimaliðin, 9z, Liquid og FURIA standa nú frammi fyrir því að detta úr leik en með einu tapi í viðbót detta þau úr leik. Í dag fór svo fram bandarísk viðureign milli liðanna Evil Geniuses og Complexity en liðið sem tapar þeirri viðureign dettur úr leik.

Complexity lenti í vandræðum í aðdraganda mótsins en rafíþróttamaðurinn Hallzerk þurfti frá að hverfa vegna vandræða með VISA-umsókn sína. Liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu 16-9 gegn ENCE. 

mbl.is