Segir Playstation selja fjórum sinnum meira en Xbox

Leikjatölvur Xbox og Playstation.
Leikjatölvur Xbox og Playstation. Skjáskot/Vire

Evrópuþing samþykkti á dögunum samruna Xbox og Activision Blizzard á þeim forsendum að Playstation geti ekki tapað niður því stóra forskoti sem tölvan hefur yfir Xbox.

Forseti samkeppniseftirlits Evrópuþings, Margrethe Vestager, segir að Sony selji mikið meira af tölvum og leikjum í Evrópu en Xbox og það sé ein megin ástæðan fyrir því að kaupin voru samþykkt og Xbox gefið grænt ljós frá þinginu. 

„Í leikjatölvusölu í Evrópu seljast um fjórum sinnum fleiri Playstation tölvur en Xbox, með það í huga töldum við kaup Microsoft á Activision Blizzard ekki ógna samkeppninni hér.“

Xbox reynir nú allt hvað þeir geta til þess að sigla þessum kaupum í höfn en Activision Blizzard framleiða eina vinsælustu skotleiki í heimi og telur Sony tölvuleikjamarkaðnum vera ógnað með því að færa leikina yfir í eigu Xbox.

Margrethe Vestager.
Margrethe Vestager. Skjáskot/European
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert