Eitt stærsta mót ársins hefst í dag

Mótið hefst í dag.
Mótið hefst í dag. Ljósmynd/ESL

Rafíþróttamótið í Counter-Strike, Intel Extreme Masters í Köln, hefst í dag og stendur yfir í tæpar tvær vikur. Mótið hefst á umspilskeppni þar sem 16 lið berjast um síðustu átta sætin í úrslitakeppninni sem fer af stað um helgina.

Síðustu þrír dagarnir eiga sér stað í íþróttahöllinni LANXESS Arena þar sem efstu sex liðin berjast um titilinn og tæpar 53 milljónir króna í verðlaunafé. Alls taka 24 lið þátt á mótinu og koma liðin frá öllum heimsálfum.

Liðin sem eru nú þegar komin í úrslitakeppnina eru: G2, FaZe Clan, Vitality, ENCE, Heroic, Cloud9, Natus Vincere og GamerLegion. 

Í dag hefst umspilskeppnin klukkan 12.30 en liðin sem berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni eru: MOUZ, Apeks, 9INE, FURIA, Liquid, Imperial, Mongolz, GRAYHOUND, Fnatic, Complexity, Monte, Ninjas in Pyjamas, OG, Astralis, ITB og BIG. 

Ýmislegt verður um að vera í Köln en básar frá Intel, Monster, DHL og Faceit eru í anddyri íþróttahallarinnar þar sem áhorfendur geta stoppað við áður en haldið er til sæta sinna. Hægt verður að fylgjast með mótinu á YouTube- og Twitch-síðu mótshaldarans, IEM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert