Erfiðara að spila gegn Íslandi en öðrum

Ante Čačić svarar spurningum á Laugardalsvelli í kvöld.
Ante Čačić svarar spurningum á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Hanna

Ante Čačić, landsliðsþjálfari karlaliðs Króata í knattspyrnu segir föst leikatriði og liðsheild það helsta sem hans lið þarf að varast gegn því íslenska er þjóðirnar leiða saman hesta sína á Laugardalsvelli í undankeppni HM annað kvöld. Hann var nokkuð brattur á fréttamannafundi í dag. 

„Íslendingar eru hættulegir í föstum leikatriðum. Við spiluðum við þá á heimavelli og leikmennirnir okkar vita hversu hættulegir þeir eru í föstum leikatriðum. Öll mörkin þeirra í 3:2 sigrinum á Finnum komu úr föstum leikatriðum."

„Liðsheildin og ákefðin í öllu liðinu er til fyrirmyndar. Þess vegna er erfiðara að spila gegn þeim en flestum öðrum liðum, þó önnur lið séu oft með betri leikmenn. Ef við berjumst eins og þeir, munu gæðin okkar vonandi vinna leikinn fyrir okkur," sagði Ante Čačić. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert