Gestgjafarnir búa yfir gæðum

Ante Cacic.
Ante Cacic.

Ante Casic, þjálfari króatíska landsliðsins, segir að síns liðs bíði afar erfiður leikur gegn íslenska landsliðinu á morgun í undankeppni HM í knattspyrnu og segir að árangur íslenska liðsins í þessari undankeppni tali sínu máli.

Króatía hefur 13 stig í toppsætinu, Ísland 10 í 2. sæti og Úkraína og Tyrkland 8 í 3. og 4. sæti.

„Þessi leikur mun reyna mjög á okkur,“ sagði Cacic við Goal.com í Króatíu.

„Hann er mjög mikilvægur. Gestgjafarnir búa yfir gæðum og sú staðreynd að eina tap liðsins var gegn Króatíu (í þessari undankeppni) segir bara að liðið er mjög stöðugt,“ sagði Casic en Ísland tapaði 2:0 gegn Krótöum á Maksimir-vellinum fyrir luktum dyrum í nóvember.

Casic segir hins vegar að það sé alveg ljóst að Króatía ætli sér þrjú stig í leiknum. Að liðið hafi gæðin til þess, metnað og vilja.

Helstu styrkleikar íslenska liðsins að mati Casic sé samheldnin og skipulagið.

Hann segir að byrjunarliðið sé að öllum líkindum ákveðið hjá sér og að þríeykið, sem tók þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þeir Luka Modric og og Mario Mandzukic, sem voru í byrjunarliði Real Madrid og Juventus, í þessari röð, auk Mateo Kovacic sem tók ekki þátt í þeim leik, sé klárt í slaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert