Ánægður að hafa ekki farið

Liðsmenn Roma fagna í leiknum í gær.
Liðsmenn Roma fagna í leiknum í gær. AFP

Edin Dzeko ein af hetjum ítalska liðsins Roma, sem sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöld, segir að hann sé ánægður og félagið með að hafa hafnað tilboði frá Chelsea um að fara til félagsins í janúar.

Dzeko átti stóran þátt í að tryggja Roma farseðilinn í undanúrslitin. Hann skoraði eina mark Roma í 4:1 tapi í fyrri leiknum á Camp Nou og í gærkvöld skoraði hann eitt mark og fiskaði vítaspyrnu í ótrúlegum sigri ítalska liðsins, 3:0.

„Það var ekki auðvelt en ég ákvað að vera um kyrrt og ég er ánægður að vera hér. Ég held að félagið sé líka ánægt. Þetta var frábært hjá okkur en það getur mögulega eitthvað betra gerst.

Við sýndum það að við getum keppt við öll lið og að slá Barcelona út, skora þrjú mörk og eiga möguleika á að skora fleiri segir allt sem segja þarf. Ég hef aldrei séð Barelona lenda í svona miklum vandræðum. Við pressuðum þá frá fyrstu mínútu og þeir réðu ekkert við það,“ sagði Bosníumaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert