Neymar markahæstur í sögu Brasilíu

Neymar að fagna marki í nótt.
Neymar að fagna marki í nótt. AFP/Carl de Souza

Markið sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar skoraði í 5:1 sigri Brasilíu á Bólivíu í undankeppni HM nótt, gerði hann að markahæsta landsliðsmanni í sögu Brasilíu.

Neymar fékk tækifæri til þess að slá metið snemma í leiknum en hann klúðraði vítaspyrnu á 17. mínútu. Rodrygo skoraði þó fyrsta mark Brasilíu í leiknum stuttu síðar og staðan var 1:0 í hálfleik.

Raphina skoraði svo aðeins tvær mínútur inn í seinni hálfleik og svo skoraði Rodrygo seinna markið hans í leiknum á 53. mínútu.

Neymar skoraði svo markið sem sló met Pelé á 61. mínútu og skoraði svo aftur í uppbótatíma. Hann er nú með 79 mörk fyrir landsliðið sem er tveimur meira en goðsögnin Pelé sem átti metið. Neymar er 31 árs gamall og spilar nú í Sádi-Arabíu með Al Hilal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert