Vilja manninn sem þeir ráku aftur

Julian Nagelsmann stýrir nú þýska landsliðinu.
Julian Nagelsmann stýrir nú þýska landsliðinu. AFP/Kirill Kudryavtsev

Knattspyrnustórveldið Bayern München vill fá þýska landsliðsþjálfarann Julian Nagelsmann til að taka við karlaliði félagsins á ný eftir að hafa rekið hann í fyrra. 

Thomas Tuchel, stjóri Bæjara, lætur af störfum eftir yfirstandandi tímabil en félagið leitar nú af arftaka hans. 

Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, verður áfram þar allavega ár í viðbót og þarf Bayern því að leita annars staðar. 

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP/Ina Fassbender

Rekinn fyrir ári

Þýskir miðlar greina frá því að Bayern hafi haft samband við Nagelsmann og vilji fá hann aftur. 

Nagelsmann var rekinn fyrir rúmu ári eftir slæmt gengi liðsins en ekki hefur gengið batnað eftir brottrekstur hans. 

Bayern er tíu stigum á eftir toppliði Leverkusen heimafyrir og mætir Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert