Jafntefli í Íslendingaslag

Kristín Dís Árnadóttir spilaði allan leikinn í dag.
Kristín Dís Árnadóttir spilaði allan leikinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Bröndby og Köge skildu jöfn, 1:1, þegar liðin áttust við í Íslendingaslag í dönsku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag.

Cecelia Buchberg skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Bröndby en Olivia Garcia jafnaði metin fyrir Köge undir lok fyrri hálfleiks.

Krist­ín Dís Árna­dótt­ir og Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir voru báðar í byrjunarliði Bröndby. Kristín spilaði allan leikinn en Hafrún fór út af á 56. mínútu en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

Emel­ía Óskars­dótt­ir kom inn á hjá Köge á 67. mínútu.

Bröndby er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Nordsjælland en liðið á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka