Armstrong vill að málið verði fellt niður

Armstrong vann Tour de France sjö sinnum og samtals 22 …
Armstrong vann Tour de France sjö sinnum og samtals 22 dagleiðir en búið er að þurrka það allt úr metabókunum. AFP

Hjólreiðagarpurinn fyrrvarandi Lance Armstrong, sem missti sjö Tour de France-titla þegar upp komst að hann notaði ólögleg lyf, vill að bandaríska ríkið dragi til baka kæru á hendur honum sem kemur til vegna þess hann er ásakaður um að hafa blekkt almenning með lyfjahneykslinu.

Armstrong gefur lítið fyrir þessa kæru og bendir á að nú séu menn að bjarga eigin skinni því ekki var hann rannsakaður eða neitt gert í málunum á árum áður þegar hann var ítrekaður bendlaður við lyfjasvindl, þrátt fyrir að vera styrktur af bandarísku póstþjónustunni.

„Nú þykist ríkið vera í rusli vegna þessa ásakanna en það sem það gerði á sínum tíma talar sínu máli,“ segir Armstrong í beiðni sinni um að málið verði látið niður falla.

„Var ríkið að setja liðið í bann á meðan það var rannsakað? Var málið lagt á borð ótal lögfræðinga ríkisins og rannsóknarmanna þeirra? Nei, það var ekki gert. Í staðinn fyrir að nýta rétt sinn og rifta samningi við liðið var samningurinn framlengdur.“

„Rökin á bakvið ákvörðun ríkisins voru einföld. Armstrong hafði nýlega unnið Frakklandshjólreiðarnar árið 2000 og ríkið vildi eiga sigurvegara og njóta alls þess sem fylgir að styðja við bakið á þannig manni. Það fékk líka nákvæmlega það sem það þurfti á þeim tíma,“ segir Lance Armstrong.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert