Íslandsmet og silfur hjá Róberti

Róbert Ísak Jónsson setti Íslandsmet í dag.
Róbert Ísak Jónsson setti Íslandsmet í dag. Ljósmynd/Jón Björn

Róbert Ísak Jónsson náði í silfurverðlaun í 100 metra flugsundi S14 (þroskahamlaðir) á Evrópumeistaramótinu í Dublin í dag. Hann setti um leið nýtt Íslandsmet, en hann synti á 59,61 sekúndu og er hann fyrstur Íslendinga í flokknum til að synda 100 metra flugsund á undir mínútu.

Gamla Íslandsmetið var í eigu Jóns Margeirs Sverrissonar og var 1:00,17 mínútur. Hollendingurinn Marc Evers varð Evrópumeistari á tímanum 58,66 sekúndur.

Róbert verður áfram í eldlínunni á morgun þegar hann keppir í 200 metra fjórsundi en hann varð heimsmeistari í þeirri grein á HM í Mexíkó í fyrra. 

Róbert Ísak í sundinu í dag.
Róbert Ísak í sundinu í dag. Ljósmynd/Jón Björn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert