Arsenal lék á als oddi gegn Chelsea

Nicolas Jackson og William Saliba eigast við í kvöld.
Nicolas Jackson og William Saliba eigast við í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Arsenal og Chelsea mættust í kvöld í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og áttu heimamenn í engum vandræðum með Chelsea, lokatölur 5:0 fyrir Arsenal sem er nú á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Liverpool sem leikur á morgun. 

Fyrsta mark leiksins skoraði Leandro Trossard eftir einungis fimm mínútna leik eftir gott samspil Arsenal-manna en hann náði föstu skoti á Petrovic í marki Chelsea sem missti boltann framhjá sér. Þannig var staðan í hálfleik, 1:0, fyrir Arsenal, og enn möguleiki fyrir Chelsea-menn að ná stigi úr leiknum. 

Í seinni hálfleiknum náðu Chelsea-menn þó engum vörnum við stórskotalið Arsenal sem settu fjögur mörk í seinni hálfleiknum. Ben White kom Arsenal í 2:0 eftir að sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og einungis fimm mínútum síðar kom Havertz Arsenal í 3:0. Áfram héldu Arsenal-menn að sækja á mark Chelsea og átta mínútum eftir markið sitt skoraði Havertz sitt annað mark og kom Arsenal í 4:0. Ben White var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu með misheppnaðri fyrirgjöf sem endaði í marki Chelsea og Arsenal því komið í 5:0, algjör niðurlæging. Fleiri urðu mörkin ekki og 5:0 því raunin.

Næsti leikur Arsenal er gegn Tottenham á sunnudag og titilbaráttan verður sífellt meira spennandi en Chelsea mætir Aston Villa á laugardag.

Arsenal 5:0 Chelsea opna loka
90. mín. 90+1 Staðfest á vellinum, sjö mínútur eftir!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert