Íslensku stelpurnar náðu í bronsið

Íslensku stelpurnar hæstánægðar með bronsverðlaun í dag.
Íslensku stelpurnar hæstánægðar með bronsverðlaun í dag. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í þriðja sæti á Evrópumótinu í Lúxemborg, en keppt var í úrslitum í dag.

Íslenska liðið, sem hafnaði í öðru sæti í Portúgal á síðasta ári, fór með þriðja besta árangurinn inn í úrslitin og hélt því sæti í dag. Danir urðu Evrópumeistarar og Svíar tóku bronsið.

Fyrsta áhald íslensku stelpnanna í dag var trampólín og þar gengu flest stökkin mjög vel. Lendingarnar voru til fyrirmyndar og dómararnir voru sáttir og gáfu íslenska liðinu 15,750 stig, 1,3 stigi meira en í undanúrslitum. Var það önnur hæsta einkunn allra á trampólíni. 

Íslensku stelpurnar í Lúxemborg í dag.
Íslensku stelpurnar í Lúxemborg í dag. Ljósmynd/Fjóla Þrastardóttir

Annað áhaldið var dýna og aftur gengu æfingarnar vel fyrir sig. Nokkrar lendingar skemmdu þó örlítið fyrir íslenska liðinu sem að lokum fékk 15,850 stig, sem var örlítil bæting frá undanúrslitunum.

Þriðja og síðasta áhald Íslands var gólf, en þar gekk íslenska liðinu býsna vel í undanúrslitum og fékk 19,000 stig. Æfingarnar í dag voru svipaðar og gengu heilt yfir vel, en lítilsháttar mistök urðu til þess að íslenska liðið fékk 18,950 stig, sem var þó þriðji besti árangurinn á áhaldinu. 

Íslenska liðið sýndi falleg tilþrif á trampólíni.
Íslenska liðið sýndi falleg tilþrif á trampólíni. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Heildarúrslit:

  1. Danmörk 53,900
  2. Svíþjóð 51,850
  3. Ísland 50,550
  4. Bretland 47,700
  5. Finnland 47,300
  6. Noregur 45,850
  7. Ítalía 44,850
  8. Austurríki 42,500

Úrslit í einstökum æfingum:

Trampólín: Danmörk 16,650 stig, Ísland 15,750, Bretland 15,350, Finnland 14,800, Noregur 14,350, Ítalía 13,900, Austurríki 12,900, Svíþjóð.

Dýna: Danmörk 17,250 stig, Svíþjóð 16,150, Ísland 15,850, Finnland 15,000,Bretland 14,900, Noregur 14,500, Ítalía 14,300, Austurríki 13,950.

Gólf: Danmörk 20,000 stig, Svíþjóð 19,000, Ísland 18,950, Finnland 17,500, Bretland 17,450, Noregur 17,000, Ítalía 16,650, Austurríki 15,650.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka