Góð byrjun hjá Guðmundi á Áskorendamótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á fyrsta hringnum á Open de Bretagne-mótinu í golfi í Frakklandi í dag en mótið er í Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á þremur höggum undir pari. Hann er í efsta sæti þegar þetta er skrifað en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Guðmundur fékk sex fugla á hringnum og þrjá skolla.

Birgir Leifur Hafþórsson er einnig á meðal keppenda á mótinu en hann á rástíma klukkan 12.40.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert