Valdís búin og bíður eftir niðurstöðunni

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur lék í morgun annan hringinn á Magical Kenya-mótinu í Evrópumótaröðinni í golfi í Kenía á tveimur höggum yfir pari vallarins, 74 höggum.

Valdís, sem lék fyrsta hringinn í gær á 76 höggum, var á 38 höggum eftir fyrri níu holurnar en lék seinni níu á 36 höggum.

Hún er því samtals á sex höggum yfir pari og er sem stendur í 67. sæti af 104 keppendum en margir keppenda hafa ekki enn hafið leik í dag. Niðurskurðarlínan er við fimm yfir pari sem stendur og Valdís þarf því að bíða og sjá hvernig öðrum gengur í dag áður en það kemur í ljós hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is