Perla keppir með úrvalsliði Evrópu

Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir er Íslandsmeistari fullorðinna og Evrópumeistari unglinga.
Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir er Íslandsmeistari fullorðinna og Evrópumeistari unglinga. mbl.is/Óttar Geirsson

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Evrópumeistari stúlkna 16 ára og yngri í golfi, hefur verið valin í úrvalslið Evrópu sem keppir á meistaramóti Asíu á Filippseyjum í næstu viku.

Hún og Jack Murphy frá Írlandi keppa saman í liði í fjórmenningi á mótinu og skipa annað tveggja liða Evrópu sem taka þátt.

Liðsvalið er byggt á árangri á Evrópumótum unglinga á síðasta ári en þá sigraði Perla á Evrópumótinu í Finnlandi, European Young Masters.

Perla varð í framhaldi af því Íslandsmeistari fullorðinna í ágúst á síðasta ári, og keppti í sama mánuði fyrir hönd úrvalsliðs meginlands Evrópu gegn úrvalsliði Írlands og Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert