Dröfn ver mark Vals

Dröfn Haraldsdóttir á að baki 9 A-landsleiki.
Dröfn Haraldsdóttir á að baki 9 A-landsleiki. mbl.is/Golli

Dröfn Haraldsdóttir markvörður er gengin í raðir Vals og mun leika með liðinu út yfirstandandi keppnistímabil í Olís-deildinni í handbolta.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Vals í dag. Dröfn er 25 ára gömul og hefur varið mark FH og ÍBV síðustu ár, en hún á að baki 9 A-landsleiki.

Valur hefur verið án Berglindar Írisar Hansdóttur í allan vetur og hafa þær Ástrós Anna Bender og Sólveig Katla Magnúsdóttir varið mark liðsins, sem er í 4. sæti Olís-deildarinnar.

Næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni í Garðabæ á laugardaginn, þegar keppni í deildinni hefst að nýju eftir jóla- og EM-frí.

Dröfn Haraldsdóttir í Valslitunum.
Dröfn Haraldsdóttir í Valslitunum. Ljósmynd/Facebook-síða Vals
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert