Sú besta tekur sér frí frá handboltanum

Íris Björk Símonardóttir.
Íris Björk Símonardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður Vals, verður ekki með Hlíðarendaliðinu á næsta keppnistímabili þar sem hún hefur ákveðið að taka sé frí frá handbolta, samkvæmt frétt Vísis í dag.

Íris hefur verið einn besti markvörður landsins um árabil og var í vetur með um 44 prósent markvörslu með Valsliðinu. Á síðasta tímabili, 2018-19, var hún kjörin besti leikmaður deildarinnar en þá vann Valur alla þrjá titlana sem í boði voru.

Saga Sif Gísladóttir er komin til Vals í staðinn frá Haukum og á að leysa Írisi af hólmi en hún hefur samið við Hlíðarendaliðið til tveggja ára. Saga var með tæplega 34 prósent markvörslu í vetur, þá þriðju bestu í Olísdeild kvenna. Hún hefur áður leikið með Fjölni og FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert