Varðhald rennur út á morgun

Þjófanna stálu tugum milljóna króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg.
Þjófanna stálu tugum milljóna króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn á peningaþjófnaði úr sendibifreið í Hamra­borg í mars miðar vel að sögn lögreglu. Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni rennur út á morgun en lögreglan heldur spilunum þétt að sér og gefur enn ekki upp hvort farið verði fram á framlengt varðhald.

Lögreglan vill ekki tjá sig frekar um gang rannsóknarinnar, segir Heim­ir Rík­arðsson lög­reglu­full­trúi í samtali við mbl.is. Hún sé í fullum gangi og henni miði ágætlega.

Íslenskur karlmaður um fertugt var í síðustu viku hand­tek­inn vegna gruns um inn­brots og þjófnaði á fjármun­um úr bifreið Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar í Hamra­borg í Kópa­vogi.

Vikulöngu gæsluvarðhaldi yfir hinum grunaða lýkur á morgun, þriðjudaginn 6. maí. Heimir gefur ekkert upp hvort farið verði fram á framlengt gæsluvarðhald: „Það er bara verið að skoða það í dag.“

Segir ekki hvort bíllinn sé fundinn

Tveir menn stálu á bil­inu 20 til 30 millj­ón­um króna úr verðmæta­flutn­inga­bif­reið fyr­ir utan veit­ingastaðinn Ca­tal­inu þann 25. mars. Í kjöl­farið lýsti lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir mönn­um á dökk­grá­um Toyota Yar­is með tveim­ur skrán­ing­ar­núm­er­um sem hafði verið stolið af öðrum öku­tækj­um.

Heimir vill ekki segja hvort bíllinn hafi verið fundinn

Þjóf­arn­ir höfðu á brott með sér um 20-30 millj­ón­ir króna sem voru í tveim­ur tösk­um í verðmæta­flutn­inga­bif­reiðinni. Alls tóku þeir sjö tösk­ur úr bíln­um, sem fund­ust á víðavangi við Esju­mela og í Mos­fells­bæ.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti eft­ir mönn­um á dökk­grá­um Toyota Yar­is.
Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti eft­ir mönn­um á dökk­grá­um Toyota Yar­is. Ljósmynd/Lögreglan

Litaðir peningar í umferð?

Sér­stak­ar lita­spreng­ur voru í tösk­un­um sem eiga að springa og eyðileggja verðmæti ef til­raun er gerð til að nálg­ast þau og eins og fram hef­ur komið sprakk lita­sprengja í ann­arri af tveim­ur tösk­um sem inni­hélt pen­inga.

Í síðustu viku var greint frá því að grun­ur væri um að til­raun hefði verið gerð til að koma lituðum pen­ing­um í um­ferð. Hafði lög­regla fengið ábend­ing­ar um litaða pen­inga í um­ferð, meðal ann­ars á stöðum sem reka spila­kassa.

Hluti peninganna er kominn í leitirnar, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is í síðustu viku.

Í mars gekk vegfarandi fram á tösk­ur sem þjóf­arn­ir höfðu á brott með sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert