Guðmundur rekinn frá Melsungen

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur látið af störfum í Þýskalandi.
Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur látið af störfum í Þýskalandi. AFP

Þýska handknattleiksfélagið Melsungen hefur sagt Guðmundur Þórði Guðmundssyni upp störfum. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Fyrir helgi bárust fréttir af því að Guðmundur væri á förum frá félaginu en hann tók við liðinu í febrúar 2020.

Samningur hans við félagið var til loka yfirstandandi tímabils en liðið hefur ekki farið vel af stað í þýsku 1. deildinni og er með 1 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

„Liðið hefur valdið miklum vonbrigðum í upphafi tímabils og þá var árangur síðasta tímabils langt undir væntingum,“ segir meðal annars í tilkynningu Melsungen.

„Félagið hefur því tekið ákvörðun um að víkja Guðmundi Guðmundssyn frá störfum,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Arjan Haenen, aðstoðarþjálfari Melsungen, mun stýra liðinu tímabundið á meðan félagið leitar að nýjum þjálfara en þrír Íslendingar leika með liðinu; þeir Arnar Freyr Arnarsson, Alexander Petersson og Elvar Örn Jónsson.

Guðmundur er landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins og hefur gegnt starfinu frá árinu 2018.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert