Skoraði sextán mörk í bikarleik

Bjarki Már Elísson skoraði 16 mörk í kvöld.
Bjarki Már Elísson skoraði 16 mörk í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik var heldur betur í góðu formi í kvöld þegar lið hans Lemgo lagði Dormagen að velli í baráttuleik í þýsku bikarkeppninni.

Lemgo mátti hafa fyrir því að vinna B-deildarliðið með þremur mörkum, 31:28, þar sem staðan var 26:26 skömmu fyrir leikslok, en Bjarki Már var óstöðvandi í leiknum og skoraði sextán mörk, eða rúman helming marka Lemgo. Aðeins tvö þeirra skoraði hann af vítalínunni og ellefu markanna komu strax í fyrri hálfleiknum. 

Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem vann yfirburðasigur á Varel Altjurden, 36:18. Ýmir Már Gíslason var ekki á meðal markaskorara Rhein-Neckar Löwen sem vann Leipzig á útivelli, 31:24.

Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir Stuttgart sem vann B-deildarliðið Rimpar á útivelli, 34:26. Viggó Kristjánsson er ekki farinn að leika með Stuttgart á tímabilinu vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert