Fyrsta tap FH í hálft ár

Elmar Erlingsson átti mjög góðan leik fyrir ÍBV.
Elmar Erlingsson átti mjög góðan leik fyrir ÍBV. mbl.is/Óttar

FH tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla í handbolta í hálft ár er liðið mátti þola tap fyrir ÍBV í kvöld, 32:28, í Vestmannaeyjum. Var aðeins um annað tap FH á leiktíðinni að ræða og það fyrsta síðan í 2. umferðinni gegn Val. 

Þrátt fyrir tapið er FH enn í toppsætinu með 33 stig, þremur stigum á undan Val, þegar liðin eiga þrjá leiki eftir af deildarkeppninni. ÍBV er í fjórða sæti með 24 stig.

FH byrjaði betur og komst í 8:5 snemma leiks. FH var með forskotið næstu mínútur, en ÍBV jafnaði í 11:11 og voru hálfleikstölur 17:16, FH í vil.

Mikið jafnræði var með liðunum fyrri hluta seinni hálfleiks, en í stöðunni 24:24 skoraði ÍBV sex mörk í röð og tókst FH ekki að jafna eftir það.

Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 9, Daniel Esteves Vieira 7, Dagur Arnarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Gauti Gunnarsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Breki Þór Óðinsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Ísak Rafnsson 1.

Varin skot: Petar Jokanovic 16, Pavel Miskevich 5.

Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Birgir Már Birgisson 3, Aron Pálmarsson 3, Einar Örn Sindrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Daníel Matthíasson 1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert