Stjarnan jók möguleikana töluvert

Selfyssingurinn Sæþór Atlason sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. Egill …
Selfyssingurinn Sæþór Atlason sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. Egill Magnússon er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnumenn juku möguleikana á að komast í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta töluvert með 24:19-heimasigri á botnliði Selfoss í úrvalsdeildinni í kvöld.

Stjarnan er nú með 15 stig í sjöunda sæti, tveimur stigum á undan Gróttu sem er í níunda sæti en átta efstu liðin leika í úrslitakeppninni. Selfoss er sem fyrr á botninum, með átta stig og tveimur stigum frá öruggu sæti.

Staðan eftir hnífjafnan fyrri hálfleik var 11:11 og var staðan 15:15 eftir 40 mínútur. Þá skoraði Stjarnan fjögur mörk í röð, komst í 19:15, og tókst Selfossi ekki að jafna eftir það.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7, Þórður Tandri Ágústsson 4, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Hergeir Grímsson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Egill Magnússon 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Pétur Árni Hauksson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 13.

Mörk Selfoss: Sveinn Andri Sveinsson 6, Sölvi Svavarsson 4, Einar Sverrisson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 9, Vilius Rasimas 1.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert