Akureyringar niður um deild

Akureyrarliðið mun leika í fyrstu deild á næsta tímabili.
Akureyrarliðið mun leika í fyrstu deild á næsta tímabili. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

KA/Þór er fallið niður um deild eftir tap gegn Fram, 26:23, í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í dag. 

Akureyrarliðið endar neðst með sjö stig en Afturelding rétt svo bjargar sér frá beinu falli með stigi meira. Selfoss er þá komið upp í deild þeirra bestu. 

Afturelding mun þá fara í umspil með liðunum í 2.-4. sæti í deildinni fyrir neðan um hvaða lið leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Þrátt fyrir tapið fór Isabella Fraga á kostum í liði KA/Þórs og skoraði 13 af 23 mörkum liðsins. Steinunn Björnsdóttir var markahæst hjá Fram með sjö mörk. 

Með sigrinum tryggði Fram sér í leiðinni annað sæti deildarinnar og fer beint í undanúrslitin en liðið var í baráttu við Hauka sem gerðu jafntefli gegn ÍR, 21:21. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert