Góður útisigur Vals í Rúmeníu

Feðgarnir Benedikt Gunnar Óskarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
Feðgarnir Benedikt Gunnar Óskarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. mbl.is/Óttar Geirsson

Valsmenn unnu gríðarlega sterkan útisigur á rúmenska liðinu Steaua Búkarest, 36:35, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í Rúmeníu í dag. 

Seinni leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. 

Benedikt Gunnar Óskarsson og Úlfar Páll Monsi Þórðarson voru markahæstir í liði Vals og skoruðu sjö mörk hvor og Magnús Óli Magnússon skoraði sex. Tjörvi Týr Gíslason skoraði 4, Allan Norðberg 3, Agnar Smári Jónsson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Vignir Stefánsson 1, Ísak Gústafsson 1, Alexander Petersson 1 og Andri Finnsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í marki Vals.

Valsmenn voru yfir með fjórum mörkum í hálfleik, 18:14, en rúmenska liðið vann sig inn í leikinn í þeim síðari. Engu að síðar fer Valur með eins marks forystu heim á Hlíðarenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert