Sleit hásin og tímabilinu lokið

Bjarni Ófeigur Valdimarsson í leik með FH fyrir nokkrum árum.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson í leik með FH fyrir nokkrum árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Minden í Þýskalandi, varð fyrir því óláni að slíta hásin um liðna helgi og er tímabili hans því lokið.

Bjarni Ófeigur, sem samdi í síðustu viku við KA og gengur til liðs við félagið í sumar, verður frá í að minnsta hálft ár vegna meiðslanna.

Hann meiddist í leik með Minden í 31:25-sigri á N-Lübbecke í þýsku B-deildinni á laugardag og er keppnisferli Bjarna Ófeigs í Þýskalandi því lokið, að minnsta kosti að sinni.

Missir af byrjun næsta tímabils

Samkvæmt Handball World gengst hann undir skurðaðgerð í vikunni vegna meiðslanna.

Má Bjarni Ófeigur eiga von á því að missa af byrjun næsta tímabils með KA, þar sem hann skrifað undir þriggja ára samning í síðustu viku, af þessum sökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert