Franskur miðherji til Njarðvíkur

Einar Árni Jóhansson, þjálfari Njarðvíkur, er með vel mannað lið.
Einar Árni Jóhansson, þjálfari Njarðvíkur, er með vel mannað lið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Ju­lij­an Rajic sem gekk til liðs við Hamar. Sá er franskur og 206 cm hár miðherji samkvæmt fréttatilkynningu frá Njarðvík. 

Miðherjinn heitir Eric Katenda og samdi við Njarðvík fram á sumar. Katenda er  fæddur 1992 og lék með Notre Dame og North Texas á háskólaferli sínum í Bandaríkjunum. Katenda lék í Pro A deildinni í Frakklandi og nú síðast í Svíþjóð með Uppsala samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningunni.

Katenda er ekki kominn með leikheimild en ekki er ljóst hvort hans fyrsti leikur með Njarðvík verði gegn KR eða Grindavík. 

Njarðvík situr í efsta sæti Dominos-deildar karla og leikur nú gegn Haukum en á aftur leik strax á mánudagskvöldið gegn KR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert