Njarðvík losar sig við Rajic

Julijan Rajic.
Julijan Rajic. Ljósmynd/Njarðvík

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Julijan Rajic er hættur með Njarðvíkingum og spilar ekki fleiri leiki með Suðurnesjaliðinu.

Fram kemur á heimasíðu Njarðvíkinga að stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Rajic mun þó spila áfram hér á landi því hann er genginn í raðir Hamars í Hveragerði og mun klára leiktíðina með liðinu.

„Julijan verður seint sakaður um að vera ekki góður liðsmaður og prýðis piltur í alla staði. En hraður leikur liðsins var kannski það helsta sem að vafðist fyrir Julijan og því var ákveðið að leyfa honum að finna sér nýtt verkefni. Julijan er þakkað fyrir sín störf fyrir klúbbinn og við óskum honum velfarnaðar á nýjum stað,“ segir á heimasíðu Njarðvíkur.

Njarðvíkingar, sem tróna á toppi Dominos-deildarinnar, verða í eldlínunni í kvöld en þá sækja þeir Hauka heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert