Arnar Þór í nýju starfi hjá stórliði

Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, verður næsti íþróttastjóri belgíska félagsins Gent. 

Sacha Tavolieri, blaðamaður frá Belgíu, greinir frá en Arnar hefur starfað sem þjálfari unglingsliðs Gent. 

Arnar var leystur frá störfum hjá KSÍ í byrjun apríl í fyrra. Starfaði hann einnig sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ á sínum tíma. 

Arnar hefur lengi vel búið í Belgíu og lék þar heillengi á atvinnumannaferlinum. Þá hefur hann einnig stýrt Cercle Brugge og var bráðabirgðastjóri Lokeren. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert