Hluti af mér dó með Kobe

Tárvotur Michael Jordan í Los Angeles í gær.
Tárvotur Michael Jordan í Los Angeles í gær. AFP

Tilfinningaþrungin minningarathöfn um körfuboltamanninn Kobe Bryant, sem lést í þyrluslysi í síðasta mánuði, fór fram á heimavelli Los Angeles Lakers í gær. Átakanleg kveðjuræða Michael Jordan var á meðal þess sem stóð upp úr en fjölmargir mættu í Staples Center til að votta virðingu sína.

Jordan sagðist aldrei hafa litið á Bryant sem keppinaut um þann goðsagnakennda titil að vera besti körfuboltamaður allra tíma, heldur hafi hann elskað Bryant sem litla bróðurinn sem hann átti aldrei.

„Hann vildi vera besti körfuboltamaðurinn sem hann gat orðið,“ sagði Jordan í Staples Center. „Og eftir að ég kynntist honum, vildi ég vera besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ bætti hann við og brast í grát er hann minntist Bryant og 13 ára dóttur hans, Gianna, sem einnig lét lífið í þyrluslysinu 26. janúar.

„Þegar Kobe Bryant dó, dó hluti af mér. Og þegar ég horfi í kringum mig hérna inni og um allan heim, sé ég að hluti af ykkur dó líka. Annars væruð þið ekki hér.“

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert