Hádramatískur sigur Grindavíkur

Damier Pitts tryggði Grindavík sigurinn.
Damier Pitts tryggði Grindavík sigurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík vann gífurlega mikilvægan eins stigs sigur á Hetti, 87:86, í Subway-deild karla í körfubolta í Grindavík í kvöld. 

Grindvíkingar voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum með 11 stigum, 25:14. Heimamenn juku forskot sitt í öðrum leikhluta og leiddu með 14 stigum í hálfleik, 44:30. 

Hattarmenn áttu mun sterkari þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í fjögur stig og allt stefndi í æsispennandi fjórða leikhluta. 

Þar snéri Höttur leiknum sér í vil og komst mest í níu stiga forskot, í tvígang. Höttur virtist ætla að stela sigrinum undir lokin en Egilstaðaliðið leiddi með fjórum stigum er 20 sekúndur voru eftir. 

Hattarmenn fóru þó illa að ráðum sínum og Damier Pitts setti síðustu þrjú stig leiksins og tryggði Grindavík gífurlega mikilvægan sigur. 

Grindavík er nú með 18 stig í sjötta sæti deildarinnar. Höttur er með 14 stig í tíunda sæti en með sigri hefði Höttur jafnað Grindavík að stigum.

Gkay Skordilis var stigahæstur í liði Grindavíkur með 25 stig en ásamt því tók hann átta fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson átti einnig fantafínan með 18 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. 

Bryan Anton Alberts var stigahæstur í liði Hattar með 27 stig. 

Gangur leiksins:: 6:4, 14:4, 23:11, 25:14, 31:16, 36:20, 38:26, 44:30, 49:37, 52:41, 59:48, 62:58, 64:66, 66:73, 75:81, 87:86.

Grindavík : Gkay Gaios Skordilis 25/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst/7 stoðsendingar, Damier Erik Pitts 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 6, Zoran Vrkic 5/7 fráköst, Bragi Guðmundsson 4, Magnús Engill Valgeirsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Höttur: Bryan Anton Alberts 27, Timothy Guers 14/8 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 13, Gísli Þórarinn Hallsson 10, Adam Eiður Ásgeirsson 9, Nemanja Knezevic 8/5 fráköst, David Guardia Ramos 3, Matej Karlovic 2/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 350

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert