Þreföld tvenna LeBrons og Davis með 40 stig

LeBron James náði þrefaldri tvennu í nótt.
LeBron James náði þrefaldri tvennu í nótt. AFP/Bob Levey

LA Lakers vann öruggan sigur á Houston Rockets, 134:109, þegar liðin áttust við í Houston í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Anthony Davis fór á kostum og skoraði 40 stig fyrir Lakers ásamt því að taka níu fráköst.

LeBron James lék sömuleiðis afar vel og náði þrefaldri tvennu með því að skora 18 stig, tók tíu fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Lakers er nú komið í fína stöðu í Vesturdeildinni þar sem liðið er í sjöunda sæti, en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil um að komast í átta liða úrslitakeppnina.

Topplið Vesturdeildarinnar, Denver Nuggets, vann góðan 112:110-sigur á ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors.

Denver lét fjarveru Nikola Jokic, sem er frá vegna meiðsla, ekki á sig fá. Í fjarveru hans skoraði Michael Porter Jr. 29 stig og tók 11 fráköst.

Jamal Murray bætti við 26 stigum og átta stoðsendingum.

Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 25 stig og bætti Steph Curry við 21 stigi.

Öll úrslit næturinnar:

Houston – LA Lakers 109:134

Denver – Golden State 112:110

Atlanta – Dallas 132:130 (frl.)

Chicago – Memphis 128:107

Washington – New York 118:109

Orlando – Detroit 128:102

Sacramento – San Antonio 134:142 (frl.)

Oklahoma – Phoenix 118:128

Cleveland – Indiana 115:105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert