Pólskur bakvörður í Garðabæ

Katarzyna Trzeciak skrifaði undir í dag.
Katarzyna Trzeciak skrifaði undir í dag. Ljósmynd/Stjarnan

Kvennalið Stjörnurnar í körfubolta tilkynnti nýjan leikmann í dag en hún  Katarzyna Trzeciak kemur í Garðabæinn frá Herner í efstu deild í Hollandi.

Katarzyna er 31 árs gömul, spilar bakvörð og er í pólska landsliðinu. Hún hefur mikla reynslu og hefur spilað síðustu tvö ár með Herner og varð með þeim bikarmeistari árið 2022.

„Hún er partur af Pólska landsliðinu og mun hún vafalaust koma inn með mikla reynslu sem mun gefa liðinu mikið.

Við tökum vel á móti Katarzynu bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til þess að sjá hana í bláu treyjunni í Umhyggjuhöllinni,“ stóð í tilkynningu Stjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Með tilkynningunni fylgdi myndband af hennar bestu töktum sem er hér fyrir neðan.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert