Arnarlax biðst afsökunar á óhappinu

arnarlax.is

Fram kemur á vefmiðli Stundarinnar í dag að fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hafi beðið Umhverfisstofnun afsökunar á því að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um óhapp sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að laxeldiskví á vegum fyrirtækisins sökk að hluta til í Tálknafirði og að minnsta kosti 50.000 laxar drápust.

Var það mat fyrirtækisins það að engar slysasleppingar hefðu átt sér stað og þess vegna hefði því ekki borið skylda til að tilkynna þetta opinberlega. Engin rannsókn opinberra aðila hefur hins vegar átt sér stað á þessu óhappi og þar með er ekki hægt að staðfesta hvort mat Arnarlax sé rétt. 

Í tölvupósti Þóru Dögg Jörundsdóttur, gæðastjóra Arnarlax sendi Umhverfisstofnun segir orðrétt: „Við biðjumst velvirðingar á að tilkynning var ekki send á alla aðila.  Í framhaldi af þessu atviki höfum við skerpt á og farið yfir verklag okkar.   Framvegis verður passað upp á  að UST [Umhverfisstofnun], MAST [Matvælastofnun] og Fiskistofa (ef við á) fái tilkynningar um óhöpp í rekstrinum,“ 

Stundin hefur eftir Birni Þorlákssyni hjá Umhverfisstofnunar að stofnunin fagni viðbrögðum Arnarlax og vonir séu bundnar við að þetta mál verði viss lexía og muni bæta viðbrögð og verkferla enda sé það mikil ábyrgð fyrir fyrirtæki að halda úti mengandi starfsemi eins og fiskeldi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert