Horfa til einkaleyfa og erlendra tekna

Horft er meðal annars til einkaleyfa og erlendra tekna þegar nýsköpun er mæld innan fyrirtækja. Þetta segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum.

Hún var í dómnefnd sem veitti fyrirtækinu Valka viðurkenningu Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun á dögunum.

Hún segir nýsköpun gerast í hugum einstaklinga innan fyrirtækja og að afurðir af því megi sjá í einkaleyfum og erlendum tekjum.

Ragnheiður bætir við að mörg lítil og krúttleg nýsköpunarfyrirtæki séu starfandi. Einnig þurfi samt að fylgjast með stöndugum fyrirtækjum sem hafa stutt rekstur sinn með mikilli nýsköpun. „Það eru einmitt þannig fyrirtæki sem við viljum sjá í íslensku atvinnulífi,“ segir hún í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Samstarfsaðilar